Íslensk messa í Kaupmannahöfn – Í minningu Jónasar Hallgrímssonar 🇮🇸

Sunnudaginn 28. janúar verður messa íslenska safnaðarins í Kaupmannahöfn í Esajas kirkju kl. 13 🔔
Minnst verður Jónasar Hallgrímsssonar í söng, ræðu og tali.
Séra Sigfús Kristjánsson prédikar og þjónar fyrir altari,
Kjartan Jósefsson Ognibene leikur á orgelið og leiðir tónlistina 🎹
Kvennakórinn Eyja syngur undir stjórn Jónasar Ásgeirs Ásgeirssonar 🎶
Verið öll velkomin! 🤗