Íslenski Söfnuðurinn í Kaupmannahöfn
Krakkakirkjan er "sunnudagaskólinn" okkar, en af því við höldum hann annan hvern laugardag (í sléttum vikum), þá köllum við það krakkakirkjuna, svo að enginn ruglist á dögum.
Í krakkakirkjunni er boðið upp á fjölbreytta dagskrá sem hentar börnum á öllum aldri og við leggjum mikla áherslu á söng, leik og gleði í starfi.
Eftir stundirnar er boðið upp á kaffi, djús og kex eða köku og foreldrum gefst færi á að spjalla á meðan börnin lita og leika sér.
Hægt er að hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst: sunnudagaskoli@kirkjan.dk.
Við hlökkum til að sjá ykkur!
Ef þið hafið spurningar má senda tölvupóst á: sunnudagaskoli@kirkjan.dk