Næstu messur

Næsta messa verður fermingarmessan okkar þann 18.maí kl. 11 í Esajas kirke. Sigfús predikar, Staka syngur og Kjartan Jósefsson Ognibene leikur á orgelið.

Annan í Hvítasunnu, mánudaginn 20.maí verður sameiginleg messa með Esajas kirke kl. 13 í Esajas kirke þar sem Kvennakórinn Dóttir syngur vel valin lög.

Við þökkum fyrir skemmtilegar stundir í Krakkakirkjunni í vetur. Síðasta Krakkakirkja annarinnar var sl. laugardag, sem endaði með með mjög vel heppnuðu Pálínuboði þar sem enginn fór svangur heim. Við hlökkum mikið til næsta veturs og sjáumst hress í september!